Þín persónulega lofgjörðarstund

Hver eru uppáhaldslögin þín? Lofgjörðarlög sem þú elskar og nýtur þess að hlusta á?

Lindin býður þér að búa til þína persónulegu lofgjörðarklukkustund til flutnings á Lindinni.  Sendu okkur nöfn á 12 lögum, íslenskum sem erlendum og við setjum þau í klukkustundar þátt sem kynntur verður sérstaklega í útsendingu.  Og til að gera þetta persónulegt þá er gaman að láta nafn þitt koma fram. Er það ekki bara í fínasta lagi?

Eftirfarandi verður lesið einu sinni eða tvisvar á þessum klukkutíma:  „Þú ert að hlusta á tónlistarklukkutíma á Lindinni. Tónlist valin af hlustanda Lindarinnar, (þitt nafn).“

Fylltu út formið hér að neðan og leyfðu okkur hinum að njóta með þér.

[contact-form-7 404 "Not Found"]


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is