Vorferð Lindarinnar 2023

Hlustendaferð Lindarinnar verður farin laugardaginn 10. júní. Veðrið var ekki spennandi laugardaginn 20. maí og því frestuðum við ferðinni og leggjum í hann laugardaginn 10. júní.

Lagt verður af stað frá Lindinni, Krókhálsi 4 kl. 9 um morguninn.  Við byrjum á Þingvöllum og göngum niður Almannagjá og að Peningagjá. Ökum svo að Gullfossi og þeir sem vilja geta gengið niður að fossinum. Hádegisverður á staðnum. Síðan ekið að Friðheimum. Þar munum við sjá 45 mín. hestasýningu sem heitir “Stefnumót við íslenska hestinn”. Eftir það heimsækjum við Skálholt of fáum leiðsögn um sögu þessa merka staðar.  Að lokum verður grillveisla á Selfossi og síðan ekið í bæinn. Ráðgert er að koma heim til Reykjavíkur um kl. 19.  

Sem sagt, þægileg ferð um fallega staði á Suðurlandi og í góðra vina hópi.

Jón Þór hjá Ævintýraferðum býður upp á rútuna og aksturinn, eins og hann hefur gert undanfarin ár. Takk Jón Þór.

Ferðin er ekki bara yndislegt samfélag, heldur fjáröflun fyrir Lindina í leiðinni.  Vorferðir Lindarinnar hafa ávallt verið vel sóttar. Hér er kjörið tækifæri til að gera sér dagamun, njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða og styrkja Lindina í leiðinni.

Verð 16.000 kr. per mann. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Innifalið:  Rútuferðin sjálf, kaffi og kleinur í eftirmiðdaginn, 30 mín leiðsögn um Skálhlot og grillveisla á Selfossi við lok dags.
Ekki innifalið:  Þátttakendurur greiða sjálfir fyrir hádegisverð á Geysi og hestasýninguna á Friðheimum, sem kostar 2.700 kr.

Hér er stutt myndband um vorferð Lindarinnar 2022.

 

Hafðu samband í síma 567-1818 og bókaðu sæti fyrir þig og þína. Þú getur líka skráð þig í ferðina með því að fylla út formið hér að neðan.

  Hentugast er að millifæra þátttökugjaldið inn á reikning Lindarinnar:  Landsbankinn 0130-26-126868 og kt. 691194-2729

   

  Ferðin “Ókunnar slóðir” 2022.

  Hér getur þú skráð þig í dagsferð Lindarinnar á Uppstigningardag, fim. 26. maí 2022. Nánari útlistun á ferðinni er hér fyrir neðan.


   Lindin stendur fyrir spennandi dagsferð um “ókunnar slóðir” á Suðurlandi, fimmtudaginn 26. maí.  Á vissan hátt óvissuferð því við ætlum á staði sem þú hefur kannski aldrei heimsótt.  Meðal annars skoðum við írsku hellana við bæinn Ægissíðu, Njálusetrið á Hvolsvelli, göngum upp að Kvernufossi, heimsækjum gamla fjósið á Steinum og sitthvað fleira.

   Upplifðu Suðurland með nýjum hætti og í góðra vina hópi. Jón Þór hjá Ævintýri leggur til rútuna og bílstjórann. Við endum svo í meiriháttar grillveislu í Kirkjulækjarkoti að kveldi þessa Uppstigningardags, áður en haldið er aftur í bæinn.

   Verðið per mann er 21.990 kr. en innfalið í því er aðgangur að írsku hellunum, eldfjallasúpa í hádeginu, grillveislan um kvöldið, rúta og leiðsögn, þannig að þetta er sannkallaður pakkadíll.  En fyrst og fremst er þetta fjáröflun fyrir Lindina.

   Hringdu í 567-1818 til að fá nánari upplýsingar. Einnig getur þú skráð þig til þátttöku með forminu hér efst á síðunni.

    

   Sumarferðir 2020 og 2021.

   Vegna Covid-19 var ekki farið í ferðir þessi tvö ár.

   Dagsferð um Snæfellsnesið – 15. júní 2019

   .

   Snæfellsnesið er eins og perlufesti með mörgum fallegum perlum.  Við heimsóttum Gerðuberg og skoðuðum stuðlana í berginu.  Boðið varr upp á göngu á Helgafell og grillveisla í kjölfarið.  Við heimsóttum Grundarfjörð, Kirkjufell, Rif, Hellissand, Hellna og Arnarstapa svo fleiri staði.  Einnig var Malarrif á dagskránni.

   Hafliði Kristinsson, formaður stjórnar Lindarinnar, var leiðsögumaður í ferðinni.

   Þessi dagsferð kostaði 16.000 kr. á mann og var þá allt innifalið; rútuferð, leiðsögn, gillmáltíð og kaffistoff á leiðinni.  Jón Þór hjá Ævintýri ehf. hefur í mörg ár gefið Lindinni afnot af rútu fyrir þessar ferðir og nú gáfu hjónin Adda og Ámundi hópnum heila grillveislu.  Kærar þakkir Jón Þór, Adda og Ámundi.

   Ekki má svo gleyma samfélaginu. Það er alltaf gleði og ánægja í þessum ferðum. Við lögðum af stað kl. 8 frá Krókhálsi 4 á þessum laugardagsmorgni og komum heim kl. 21 um kvöldið.

   Tímasetningar:

   07:45 Þátttakendur mæta í Krókháls 4, þaðan sem rútan fer.

   08:00 – 9:00 (70km)  Lagt sf stað og keyrt í klukkutíma í Borgarnes – 15 mín. salernisstopp.

   9:15 – 10:00 (40 km) keyrt frá Borgarnesi að Gerðubergi – fallegt stuðlabergsstál

   10:30 – 11:30 (60 km) keyrt að Helgafelli og gengið á fellið fyrir þá sem vilja.

   12:00 – 12:10 (5 km). Keyrt inn í Stykkishólm. Grill og gaman í Hvítasunnukirkjunni.

   12:10 – 13:30 – Hádegishlé í Hólminum. Gaman væri að taka nokkur lög inni í kirkjunni eftir matinn.

   13:30 – 14:00 (30 km) – Keyrt til Grundarfjarðar og fossin og Kirkjufellið skoðað.

   14:30 – 15:00 (35 km) – Keyrt að Rifi og Hellissandi.

   15:30 – 16:00 (30 km) – Keyrt að Malarrifi – salernisstopp og gestamiðstöð þjóðgarðsins.

   16:30 – 16:45 (10 km) – Keyrt að Hellnum og boðið upp á göngu að Arnarstapa (40 mín) –

   17:30 – 18:00 – Kvöldhressing við Arnarstapa.

   18:00 – 18:30 (35 km) – keyrt að sellátrunum við Ytri Tungu

   19:00 – 21:00 (160 km) – Heimferð til Reykjavíkur

    


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is