Gjafalistinn að fæðast

Hæ. Bara að minna á afmælisviku Lindarinnar sem er rétt handan við hornið. Þá birtum við gjafalistann sívinsæla “Gjöf-á-móti-gjöf” með fullt af vörum og þjónustu sem hlustendur hafa látið okkur í té.

Hamborgarabúllan gaf okkur t.d. 25 gjafakort á búlluborgara. Takk Tommi! Og því fer hver að verða síðastur að næla sér í ….. nei, annars, þú verður að bíða fram til mánudagsins 2. mars. Þá opnum við fyrir gjafalistann.

Continue Reading

Sendiherrar

Lindin stóð fyrir hádegisverðarfundi mánudaginn 17. febrúar, þar sem fjallað var um mikilvægi okkar sem boðbera heilinda, heiðarleika og trausts í viðskiptum.

Fundinn sóttu 17 manns og þar gaf Darren Goodman, forstöðumaður og fjárfestir í OWN-kirkjunni, okkur hagnýta punkta um mikilvægi framkomu okkar og starfsvenja í viðskiptalífinu.

Sem starfsmenn og eigendur fyrirtækja þá erum við á vissan hátt sendiherrar Guðs í viðskiptalífinu.

Continue Reading

Bænastundir

Bænin hefur alltaf verið stór hluti af starfi Lindarinnar. Nú ætlum við að breyta fyrirkomulagi þessara stunda sem hafa verið klukkan hálf ellefu á morgnana á virkum dögum.

Við ætlum að flytja þær fram á kvöld og hafa þær klukkan hálf ellefu á kvöldin. Kvöldin eru oft rólegri tími og meira næði hjá fólki til að hlusta og taka þátt í stundinni. Við vonum því að hlustendur taki þessari breytingu vel.

Continue Reading

STÓRU MÁLIN

Elin Stengrimsen fer nú af stað með nýjan þátt á Lindinni, FM 102,9. Hann ber yfirskriftina STÓRU MÁLIN. Þar er púlsinn tekinn á mikilvægum málum daglegs lífs.

Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun, þriðjudag, kl.11 en í honum er umræðuefnið “Eiginmenn & feður”. Elin fær til sín þá Jón Sverri Friðriksson og Bjarna Þór Erlingsson til að ræða viðfangsefnið út frá þeirra sjónarhorni. Þátturinn verður fljótlega aðgengilegur í appi Lindarinnar.

Continue Reading

Aðalfundur 2019

Hinn árlegi aðalfundur Lindarinnar fór fram fimmtudaginn 23. maí í húsnæði Lindarinnar. Þar var farið yfir rekstrarniðurstöðu ársins 2018.

Reksturinn kom vel út þó tap hafi verið upp á 2,2 mkr. Lindin er alfarið rekin fyrir fjármagn frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum, sem er kraftaverk út af fyrir sig. Lindin hefur engar auglýsingatekjur, sem setur hana á sérstakan stað í fjölmiðlaflóru landsins.

Meira um aðalfundinn í næsta fréttabréfi sem sent verður út 1. júní. Ef þú vilt fá fréttabréfið sendu okkur þá póst á lindin@lindin.is

Continue Reading

Afmælismánuður

Nú þegar komið er undir lok marsmánaðar er söfnunarupphæðin komin í 5,1 mkr. Markmiðið var 8 mkr þannig að ljóst er að við náum því ekki. En við þökkum ykkur öllum fyrir rausnalega þátttöku, engu að síður. Þessi 5,1 milljón króna kemur sér heldur betur vel til að halda við rekstrinum.

Enn er nóg til á gjafalistanum sem hægt er að skoða hér …. gjafalistinn.  Finndu þér vöru eða þjónustu sem hentar og vertu í bandi í síma 567-1818.

Continue Reading

Tilboð sem þú getur ekki hafnað

Við kunnum að meta freistandi tilboð, ekki satt?  Nóg hefur verið af þeim undanfarið í kringum “svartan fössara”, “rafrænan mánudag” og aðrar herferðir í fjölmiðlum.  Segja má að þetta kallist á við stóru hátíðina sem er í vændum núna í desember; fæðingarhátíð frelsarans.

Á þeirri hátíð erum við minnt á Tilboð lífsins; tilboðið sem engin verslun getur toppað. „Vöruna“ sem kostar ekki krónu og felur m.a. í sér fyrirgefningu synda og eilíft líf.

Continue Reading

Lykilorð 2017

Lykilorð eru gefin út á u.þ.b. 50 tungumálum. Þau eru lesin í fjölmörgum löndum og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum og frá mismunandi kirkjudeildum.  Á hverju ári gefur lifsmotun.is. út Lykilorð á íslensku og fæst bókin í mörgum bókaverslunum, einnig hjá okkur á Lindinni.

Continue Reading

Dagskrá

Að styðja starfið

Allt frá upphafi hefur Lindin verið rekin fyrir fjárstuðning frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum sem hafa þá trú og hugsjón að Orð Guðs eigi erindi til þjóðarinnar.  Við bjóðum nýja stuðningsaðila velkomna í hópinn. Þú getur hringt í okkur í síma 567-1818 og skráð þig sem stuðningsaðila eða sent okkur póst á lindin@lindin.is.

Continue Reading

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is