Ekki af þessum heimi

Þegar daglegt líf fer úr skorðum þá breytist margt. Á undanförnum vikum hafa margir misst vinnuna og enn fleiri farið í hlutastarf. Og óvissan um framtíðina hefur fengið marga til að draga saman seglin hvað snertir dagleg útgjöld.

Við heyrum í fréttum að heimilisofbeldi færist í aukana samhliða meiri tíma fólks inni á heimilum. En það eru líka jákvæðir punktar í þessu breytta lífsmynstri, sem minna er talað um. Skv. breskri rannsókn sem nýlega var framkvæmd segja 4 af 5 hjónum að fjölskylduböndin hafi styrkst síðan samkomubannið var sett á þar í landi. Einnig segjast 60% hjóna og sambúðarfólks vera ánægðari með maka sinn nú en áður. Skyldi tölfræðin vera svipuð hér á landi?

Continue Reading

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is