Hvað er þetta?

Mig langar að biðja þig að gera svolítið. Taktu þér blað og penna í hönd. Ég hinkra á meðan ….

Skrifaðu á blaðið tvær stærstu hindranirnar sem hafa stoppað þig í að ná árangri eða framkvæma það sem Guð hefur lagt fyrir þig að undanförnu og þú hefur verið að vinna að í einhvern tíma.

Væntanlega þarftu ekki að hugsa lengi. Þessar hindranir eru fyrir framan þig alla daga, þar sem þú leiðir og þjónar. Þú mátt líka tína til atriði sem varna því að þú vaxir upp í að vera sá einstaklingur sem Guð vill að þú sért.

Continue Reading

Allan hringinn

Þessar vikurnar eru fjölmargir Íslendingar í sumarfríi. Hótel, gistiheimili og tjaldstæði eru full af fólki sem nýtur sumarsins á ferðalagi sínu um landið. Gott er að hafa tíðnikort Lindarinnar við höndina því ekki er sent út alls taðar á sömu FM-tíðni.

Njóttu sumarsins, kæri hlustandi!

 

Continue Reading

Ábyrg ráðsmennska

Ársreikningur Lindarinnar fyrir árið 2019 er kominn í hús og má segja að reksturinn hafi gengið vel. Við njótum þess að búa við stöðuga afkomu ár eftir ár. Veltan var 37,6 mkr á liðnu ári, sem er nánast sama upphæð og árið á undan.

Útsendingarkostnaður var 13,2 mkr, launakostnaður 16,4 mkr, húsnæðiskostnaður 3,8 mkr, annar rekstrarkostnaður 3,7 mkr og afskriftir 900 þkr. Þannig voru rekstrargjöldin samtals 38 mkr, sem þýðir lítils háttar tap upp á 453 þkr.

Rétt undir núllinu en betra hefði samt verið að enda í plús. Tapið er þó aðeins 1,2% af veltu, sem telst ekki mikið.

Continue Reading

STÓRU MÁLIN

Elin Stengrimsen fer nú af stað með nýjan þátt á Lindinni, FM 102,9. Hann ber yfirskriftina STÓRU MÁLIN. Þar er púlsinn tekinn á mikilvægum málum daglegs lífs.

Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun, þriðjudag, kl.11 en í honum er umræðuefnið “Eiginmenn & feður”. Elin fær til sín þá Jón Sverri Friðriksson og Bjarna Þór Erlingsson til að ræða viðfangsefnið út frá þeirra sjónarhorni. Þátturinn verður fljótlega aðgengilegur í appi Lindarinnar.

Continue Reading

Aðalfundur 2019

Hinn árlegi aðalfundur Lindarinnar fór fram fimmtudaginn 23. maí í húsnæði Lindarinnar. Þar var farið yfir rekstrarniðurstöðu ársins 2018.

Reksturinn kom vel út þó tap hafi verið upp á 2,2 mkr. Lindin er alfarið rekin fyrir fjármagn frá einstaklingum, kirkjum og fyrirtækjum, sem er kraftaverk út af fyrir sig. Lindin hefur engar auglýsingatekjur, sem setur hana á sérstakan stað í fjölmiðlaflóru landsins.

Meira um aðalfundinn í næsta fréttabréfi sem sent verður út 1. júní. Ef þú vilt fá fréttabréfið sendu okkur þá póst á lindin@lindin.is

Continue Reading

Afmælismánuður

Nú þegar komið er undir lok marsmánaðar er söfnunarupphæðin komin í 5,1 mkr. Markmiðið var 8 mkr þannig að ljóst er að við náum því ekki. En við þökkum ykkur öllum fyrir rausnalega þátttöku, engu að síður. Þessi 5,1 milljón króna kemur sér heldur betur vel til að halda við rekstrinum.

Enn er nóg til á gjafalistanum sem hægt er að skoða hér …. gjafalistinn.  Finndu þér vöru eða þjónustu sem hentar og vertu í bandi í síma 567-1818.

Continue Reading

Tilboð sem þú getur ekki hafnað

Við kunnum að meta freistandi tilboð, ekki satt?  Nóg hefur verið af þeim undanfarið í kringum “svartan fössara”, “rafrænan mánudag” og aðrar herferðir í fjölmiðlum.  Segja má að þetta kallist á við stóru hátíðina sem er í vændum núna í desember; fæðingarhátíð frelsarans.

Á þeirri hátíð erum við minnt á Tilboð lífsins; tilboðið sem engin verslun getur toppað. „Vöruna“ sem kostar ekki krónu og felur m.a. í sér fyrirgefningu synda og eilíft líf.

Continue Reading

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is