Með ástríðu og djörfung

Lindin býður þér í þjálfunarbúðir (bootcamp) þar sem við kveikjum í kærleikanum (sem við höfum reyndar nóg af). Glæðum þannig eldinn í hjörtum okkar til að flytja góðu fréttirnar til samtímafólks okkar, sem aldrei fyrr.
.
Verum örlát við að gefa bestu gjöfina sem hægt er að gefa öðru fólki?  Nefnilega fagnaðarerindið sjálft?
.
Gerum það oft og gerum það reglulega.
.
Kennsla, matur og samfélag. Góð blanda sem getur ekki klikkað.
.
.

Continue Reading

Gospelhelgi

Hjálpræðisherinn býður upp á einstaka gospelhelgi 6.-8. september með hinum reynslumikla Tom Jarle Istad Kristiansen. Tom Jarle hefur stýrt gospelkórum víðsvegar um heiminn og er þetta því einstakt tækifæri fyrir gospelunnendur á Íslandi.

Dagskráin verður eftirfarandi:

Continue Reading

Behold Europe 2024

Nú býðst þér einstakt tækifæri. Aðeins örfá sæti eru laus.

Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu, sem setur fókusinn á kristniboð og að gefa öðrum dýrmætustu gjöf allra tíma!

Ráðstefnan er dagana 21.-24. júní 2024, í Kirkjulækjarkoti og er fyrir þá Evrópubúa sem styrkja vilja stöðu sína sem kristniboðar og fá fræðslu og hvatningu á því sviði. Um 80 Evrópubúar hafa þegar skráð sig en næstu daga getum við boðið fleiri Íslendingum að taka þátt. Um er að ræða stærstu alþjóðlegu kristnu ráðstefnuna sem haldin hefur verið hér á landi.

Nánari upplýsingar og skráning er hér …. BeholdEurope.org 

Continue Reading

Ertu með miða?

Ég er sannfærður um að allt of oft reisum við veggi gagnvart því að vitna fyrir öðrum um trú okkar.

Við finnum okkur ástæðu til að grípa ekki tækifærið til að vitna fyrir ófrelsuðum. Ástæður eins og: „Fólk hefur ekki áhuga“ eða: „Af hverju ættu þau að hafa áhuga á að heyra minn vitnisburð?“, eða: „Þau hafa örugglega ekki áhuga á að heyra neitt um Guð, miðað við lífsstílinn sem þau viðhafa“ … og svo framvegis.

Continue Reading

Afmælismánuður

Við þökkum hlustendum fyrir skemmtilega afmælisviku og heimsókn til okkar í Opna Húsið, laugardaginn 9. mars. Söfnunin hefur gengið vel og erum við í dag (21. mars) komin upp í 6,1 mkr af 8 mkr markmiði, sem gerir 77%.

Frábært og kærar þakkir, elsku hlustendur !

Við höldum áfram út marsmánuð.

Hér er krækja inn á gjafalistann Gjöf-á-gjöf, sem er enn í fullu gildi og inniheldur nýtilegar og spennandi vörur.

Valkröfur eru komnar í heimabankann hjá fjölmörgum aðilum.  Markmiðið er að ná 8 mkr í afmælismánuðinum. Með þinni þátttöku getum við náð markmiðinu.

Continue Reading


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is