Lestur Biblíunnar

Lindin hefur fengið leyfi Hins íslenska biblíufélags til að flytja hljóðupptökur af lestri Nýja testamentisins í útsendingu. Upplesturinn er aðgengilegur í heild sinni í biblíuappi Youversion, sem margir þekkja og nota daglega, en hér eftir mun Lindin flytja upplestra á stökum köflum úr Biblíunni  af og til yfir daginn. Biblían er innblásið og óskeikult orð Guðs til okkar allra.

Upplesturinn er á hendi einvalaliðs íslenskra leikara. Þóra Karítas Árnadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Arnar Jónsson, Guðjón Davíð Karlsson, Kristján Franklín Magnúss og Steinunn Jóhannesdóttir annast lestur textans.

Continue Reading

Stærsta gjöfin

Stjórn og starfsfólk Lindarinnar senda hlustendum bestu óskir um yndislega jólahátíð. Megi jólin vera ykkur ánægjuleg og blessunarrík.

Stærsta gjöf allra tíma hefur þegar verið gefin. Hún kom með Jesú Kristi, sem fæddist í þennan heim með skýran tilgang og markmið.

Við færum þér þakkir fyrir árið sem er að líða. Þakkir fyrir að vera þátttakandi í því sem Guð er að gera og hvatning um að þú verðir áfram salt og ljós, hvar sem þú lifir og starfar á nýju ári, 2021.

Jólakveðja frá stjórn og starfsfólki Lindainnar.

Continue Reading


    Dagskrá

    Gjafalistinn

    Gjafalistinn frá afmælisvikunni er enn í fullu gildi. Smelltu hér og kíktu á hvað er í boði. Hringdu svo í 567-1818 eða sendu okkur póst á lindin@lindin.is.

     

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is