Lestur Biblíunnar
Lindin hefur fengið leyfi Hins íslenska biblíufélags til að flytja hljóðupptökur af lestri Nýja testamentisins í útsendingu. Upplesturinn er aðgengilegur í heild sinni í biblíuappi Youversion, sem margir þekkja og nota daglega, en hér eftir mun Lindin flytja upplestra á stökum köflum úr Biblíunni af og til yfir daginn. Biblían er innblásið og óskeikult orð Guðs til okkar allra.
Upplesturinn er á hendi einvalaliðs íslenskra leikara. Þóra Karítas Árnadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Arnar Jónsson, Guðjón Davíð Karlsson, Kristján Franklín Magnúss og Steinunn Jóhannesdóttir annast lestur textans.