Tilboð sem þú getur ekki hafnað

Við kunnum að meta freistandi tilboð, ekki satt?  Nóg hefur verið af þeim undanfarið í kringum “svartan fössara”, “rafrænan mánudag” og aðrar herferðir í fjölmiðlum.  Segja má að þetta kallist á við stóru hátíðina sem er í vændum núna í desember; fæðingarhátíð frelsarans.

Á þeirri hátíð erum við minnt á Tilboð lífsins; tilboðið sem engin verslun getur toppað. „Vöruna“ sem kostar ekki krónu og felur m.a. í sér fyrirgefningu synda og eilíft líf.

Þriðjudagurinn 27. nóvember er hins vegar kallaður Giving Tuesday. Hann var kynntur til sögunnar fyrir fjórum árum, sem beint andsvar við “Black Friday”. Þann dag er fólk hvatt til að skipta græðgi út fyrir gjafmildi. Hér er einblínt á að gefa, í stað þess að sanka að sér. Giving Tuesday er söfnunardagur góðgerðarfélaga og hjálparsamtaka um heim allan sem skipuleggja sínar fjáröflunarherferðir í kringum þennan dag.

„Synjaðu ekki góðs þeim sem þarfnast ef það er á þínu valdi að veita það.“ Orðskv. 3:27

 

Lindin, kristið útvarp er í hópi þeirra félaga sem byggja rekstur sinn á gjafmildi hlustenda. Hundruð einstaklinga eru í hópi þeirra sem standa þétt að baki rekstrinum og leggja Lindinni til fasta mánaðarlega upphæð, sumir 500 kr, aðrir 1.500 kr og enn aðrir 4.000 kr., svo dæmi séu tekin, allt eftir efnum og ástæðum. Lindina munar mest um reglulegan mánaðarlegan stuðning, því á honum er hægt að byggja og skipuleggja til framtíðar.

Ef þú, kæri hlustandi, hefur tök á að gerast reglulegur stuðningsaðili, þá er einfalt mál að skrá sig fyrir stuðningi hér á vefsíðunni. Þú einfaldlega smellir á flipann Stuðningur efst á síðunni og fyllir út formið sem þá birtist. Þetta á líka við ef þú ert stuðningsaðili í dag og vilt hækka þinn mánaðarlega stuðning. Þar með stuðlar þú að áframhaldandi blessunum yfir íslensku þjóðina með Orði Guðs á öldum ljósvakans.

Ég óska þér gleðilegrar aðventu,

Hafsteinn Gautur Einarsson, útvarpsstjóri

 

 


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is