Bænaátak

Bænafólk á Norðurlöndunum hefur ákveðið að sameinast í bænaátaki sem stendur yfir í 12 mánuði, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.  Íslendingar taka þátt og langar okkur að hvetja þig til að vera með í átakinu með því að biðja í a.m.k. einn klukkutíma í hverri viku. Við á Íslandi munum biðja á miðvikudögum, frá miðnætti til miðnættis.

Bænaátakið hófst miðvikudaginn 14. október.  Til að tryggja að bænakeðjan verði óslitin, skráir þú þig á vefsíðunni www.nordic365.org og velur þar eina klukkustund sem hentar þér.

 

Við skiptum hverri bænaklukkustund í þrennt þar sem beðið er fyrir:
– þeim stað þar sem fyrirbiðjandinn býr
– Íslandi
– Norðurlöndunum

Stöndum saman í bæn með hinum Norðurlöndunum sem hafa kross Krists í þjóðfánanum.

Í síðari Kroníkubók 7:14 segir
„ ….og þjóð mín, sem nafn mitt hefur verið hrópað yfir,[ auðmýkir sig, biður, leitar auglits míns og lætur af illri breytni sinni, mun ég heyra á himninum, fyrirgefa synd hennar og græða upp land hennar.“

Allar nánari upplýsingar og skráning á www.nordic365.org

 


  Lindin mín

  App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

  Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

  Gjafalistinn

  Afmælisvika Lindarinnar var haldin með pompi og pragt dagana 28.febrúar til 5. mars. Listinn með þeim gjöfum sem hlustendur hafa fært Lindinni er aðgengilegur hér og bendum við á að enn er fullt af athyglisverðum vörum og þjónustu á listanum sem hægt er að næla sér í.

   

  Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is