
Lindin óskar landsmönnum gleðilegs árs og friðar.
Í janúarmánuði setjum við fókusinn á bænina. Það er gott í upphafi árs að leggja árið fram fyrir Drottinn og fela honum tíma okkar og verkefni. Þá mun okkur vel farnast.
Að treysta Drottni fyrir okkar málum er grundvallaratriði á göngu okkar með Jesú.