
Vertu með okkur á bænadegi fyrir Íslandi, laugardaginn 29. mars 2025, frá kl. 9:30 til 20:00, í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2. Dagurinn byrjar á lofgjörð sem gefur tóninn fyrir daginn. Allan daginn munum við lyfta upp þjóðinni, kirkjunni á Íslandi og trúboðinu framundan í sumar á götum Reykjavíkur, dagana 21. júní – 6. júlí. Þó að við höfum áætlun sem ramma, skiljum við eftir pláss fyrir Guð til að starfa eins og hann vill.
Meira um málið og ítarleg dagskrá má lesa á viðburðinum á Facebook.