
Fréttabréf – apríl
Það er stutt í páska. Á páskum átti sér stað stærsta kraftaverkið; Jesús reis upp á þriðja degi og sigraði dauðann í eitt skipti fyrir öll.
Margir eiga erfitt með að trúa að kraftaverk geti yfir höfuð átt sér stað. Margir hafa líka reynt að hrekja upprisuna og finna veraldlegar skýringar á því sem þá gerðist og dagana á eftir. Rómverjum tókst samt ekki ekki að finna líkið og hundruðir manna vitnuðu um að hafa séð Jesú og meira að segja að hafa talað við hann.
Jesús reis upp frá dauðum. Það er söguleg staðreynd. Það eitt og sér, staðfestir að allt sem hann sagði, allt sem hann gerði og stóð fyrir er satt og rétt. Það er kjarni málsins. En svo segir fólk líka; hvað með önnur trúarbrögð og aðra heimspeki? Eru þau ekki líka rétt?
Segjum sem svo að þú sért að ganga niður götu og kemur að enda götunnar og hún greinist í tvennt en þú veist ekki hvora leiðina þú átt að fara. Svo sérðu tvo menn liggja á götunni, annar er dáinn en hinn er á lífi. Hvorn myndir þú biðja um leiðsögn?
“Því það kenndi ég ykkur fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna synda okkar samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf. Því næst birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu sem flestir eru á lífi allt til þessa en nokkrir eru sofnaðir. Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér, eins og ótímaburði.” – 1. Kor. 15:3-8
Ástæðan fyrir því að ég er kristinn er sú að Jesús Kristur er á lífi. Upprisa hans gefur mér trú og von og staðfestir að allt sem hann sagði er satt. Páll postuli sagði:
Kæru vinir. Gleðilega páska!
Hafsteinn G. Einarsson, útvarpsstjóri