
Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, bjóðum við sumarið velkomið með bænagöngu. Beðið verður á yfir 20 stöðum á landinu. Bænagangan er árlegur viðburður, ávallt á sumardaginn fyrsta, en þá njótum við útiveru og umvefjum landið okkar í bæn. Við tökum fyrir ákveðin málefni sem okkur eru hugleikin og snerta samfélagið. Njótum félagsskapar og fögnum komandi sumri.
.
Eftir gönguna, eða rétt fyrir klukkan tólf, hittast gönguhóparnir á höfuðborgarsvæðinu í Hjallakirkju, Álfaheiði 17 í Kópavogi, fyrir léttan hádegisverð og samfélag. Á landsbyggðinni fer það eftir hverjum stað fyrir sig, hvernig hittingum er háttað.
.
Hér má sjá yfirlit yfir gönguleggi á höfuðborgarsvæðinu.
og hér eru gönguleggir á landsbyggðinni.
.
Frekari upplýsingar fást hjá þeim sem halda utan um skipulag og undirbúning;
Björn Hólm 867-5133 og Hafsteinn 893-9702.