Það er ánægjulegt að miðrýmið á Lindinni nýtist með ýmsum hætti í kristilegu starfi á kvöldin og um helgar.
- Pólska kirkjan hefur verið með sínar samkomur í miðrýminu á sunnudögum á þessu ári. Sunnudaginn 10. desember voru þau með sína jólastund og var myndin að ofan tekin af því tilefni.
- Trúboðsskólinn “Mark16.is” notaði rýmið á haustmisserinu fyrir sína kennslu. Þau halda áfram með nýtt námskeið og trúboðsþjálfun þann 17. janúar 2026.
- CTF Reykjavík var með sínar samkomur í miðrýminu á föstudögum síðasta sumar, eða þar til þau fluttu í nýja húsnæðið á Grensásvegi 16.
- Nýstofnuð Íslandsdeild alþjóðlega kristna sendiráðsins í Jerúsalem hefur haldið sína stjórnarfundi hjá okkur.
Bara gott mál.