
Fréttabréf Lindarinnar – maí 2025
Við lendum öll í þessu af og til og í mismunandi mæli. Það gerist í forystu og það gerist í lífinu.
Oft þarf ekki mikið til að börn bresti í grát og verði niðurdregin. Heimurinn hrynur á augabragði; þau fengu ekki leikfangið í afmælisgjöf sem þau óskuðu eftir eða besti vinurinn sagði eitthvað sem særði þau. Venjulega komast þau yfir minni háttar áföll frekar fljótt. Mamma eða pabbi klappað þeim á bakið og segja: „Ekki hafa áhyggjur, þetta er allt í lagi.“
En þegar við eldumst og tökum að okkur forystuhlutverk þá verða hlutirnir flóknari. Fjárhagslegar áskoranir yfirtaka hugsanirnar og fjölskylduvandamál halda fyrir okkur vöku um nætur. En þá er sjaldgæft að einhver klappi okkur á bakið og segi að allt sé í lagi.
Sálmaskáldið upplifði sínar stundir vonleysis og hryggðar, sumar af völdum annarra og sumar af hans eigin völdum.
Hann skrifaði:
„Hví ert þú buguð, sál mín, og ólgar í mér?
En sálmaskáldið vissi lækninguna við slíku vonleysi:
„Vona á Guð því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn.”
Sálmur 43:5 NLT
Hugvekjurnar Að leiða eins og Jesú (e. Lead like Jesus) gefa okkur kjarngóð ráð að hætti Frelsarans. Sumar þeirra taka á vonleysi og því sem dregur okkur niður. Þær spyrja hvers konar orð hvetja okkur áfram og hvers konar athugasemdir virka til að leiða okkur aftur á jákvæða braut. Hvatning vina er ofarlega á listanum.
Þegar við heyrum trausta vini og félaga tjá trú sína á okkur, þá lifa þau orð lengi í huga okkar og hjarta.
Nú spyrðu kannski; „Hver hefur hvatt mig nýlega?“ En við getum farið lengra og spurt; „Hvern hefur ÞÚ hvatt nýlega?“ Er einhver sem þú þekkir sem hefur átt í erfiðleikum? Er eitthvað sem þú getur sagt eða gert til að lyfta honum eða henni upp?
Páll postuli var góður í að hvetja aðra. Í öllum ritum sínum sjáum við hann þakka og lyfta öðrum einstaklingum upp. Í 16. kafla Rómverjabréfsins, nefnir Páll fólk á nafn sem leið til að hrósa þeim. Hann byrjar á vinkonu sinni Föbe og þegar upp er staðið hefur Páll nefnt þrjátíu og fjóra einstaklinga á nafn, hrósar þeim og hvetur. Magnað!
Hverja hefur þú hvatt í þessari viku? Eru einhverjir í kringum þig sem eru niðurdregnir og vonlitlir? Er eitthvað sem þú getur sagt eða gert til að láta þá vita að þeir eru elskaðir og metnir?
Minntu þá á að gildi okkar og verðmæti er ekki ákvarðað af því sem við gerum, heldur af þeim sem stjórnar lífi okkar. Við getum sagt með sálmaskáldinu:
„Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld
því að frá honum kemur von mín.“
Sálm. 62:6
Sumarkveðja,
Hafsteinn G. Einarsson, útvarpsstjóri