Lindin til almannaheilla

Lindin er komin á almannaheillaskrá Skattsins. Það þýðir að nú fá einstaklingar og fyrirtæki sem styðja óhagnaðardrifna starfsemi eins og Lindina, skattalækkun, skv. nýjum lögum frá Alþingi, sem tóku gildi 1. nóv. 2021.  Heildarupphæðin sem þú styrkir Lindina um á hverju almanaksári kemur sjálfkrafa árituð á skattframtalið þitt.

 

Einstaklingar

Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10 – 350 þkr. á hverju almanaksári. Hjá hjónum og sambúðarfólki getur hann numið að hámarki 700 þkr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni. Þetta þýðir að einstaklingur sem er í 38% skattþrepi og styður Lindina um 100.000 kr. á ári, fær þannig skattaafslátt upp á 38.000 kr. Það munar um minna.  Þetta er hátt í helmingur af upphæðinni.

Fyrirtæki

Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum ársins. Skattprósenta fyrirtækja er 20%. Ef við tökum dæmi um fyrirtæki sem veltir 70 mkr á ári og styður Lindina um 1 mkr á ári, þá fær það skattaafslátt upp á 200.000 kr. Sem sagt greiðir 200 þkr minna í skatt en ella.

 

Árlega skilar Lindin upplýsingum til Skattsins um framlög stuðningsaðila, sem aftur áritar þau á skattframtölin.

Við hvetjum þig til að styðja hugsjónastarf Lindarinnar og á sama tíma að nýta þér skattaafsláttinn. Skráðu þig í mánaðarlegan stuðning eða hækkaðu núverandi stuðning. Það styrkir Lindina og lækkar skattana þína í leiðinni.

Smelltu hér til að skrá þig í stuðning.

 

Kveðja frá okkur á Lindinni.


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is