Haustfjáröflun

Haustfjáröflun Lindarinnar er í fullum gangi. Við þurfum aukið fjármagn til að endurnýja tölvubúnað og tæki. Vertu með og legðu þitt af mörkum. Fjáröflunin hófst 10. október og lýkur 30. október. Á þeim tíma ætlum við að safna 3 milljónum króna.

Smelltu á gula hnappinn “Stuðningur” hér fyrir ofan og skráðu þinn stuðning. Það sem við leggjum áherslu á er:

  • hækkun mánaðarlegs stuðnings (mæta þannig verðbólguhækkun)
  • 900-númer sem hægt er að hringja í og gefa (einfalt og þægilegt)
  • rausnarlegar peningagjafir frá þeim sem það geta og finna löngun í hjarta sínu.
  • valkröfur í heimabankann

 

Vitnisburðir
Það er mér einstakt ánægjuefni að geta sagt frá því að sunnudaginn 29. september hófum við myndbandsupptökur á vitnisburðum einstaklinga. Tveir komu í upptökur þann dag og tveir í viðbót koma 6. október. Verkefnið kallast Sagan mín og við stefnum á upptökur á allt að 100 vitnisburðum á næstu misserum.

Hver vitnisburður verður að jafnaði um 8 mín. að lengd og munum við auglýsa þá og koma þeim á framfæri á helstu samfélagsmiðlum. Við þurfum nefnilega að vera dugleg við að láta okkar samfélag vita hvað Guð er að gera í lífi fólks. Hnitmiðaðir vitnisburðir einstaklinga eru einkar vel til þess fallnir.

Ef þessir vitnisburðir ná til fólks, þá komast fleiri til trúar og þ.a.l. fjölgar í hópi hlustenda Lindarinnar.

Til að styðja okkur á þessari vegferð þá skorum við á þig að gefa rausnarlega til Lindarinnar í október. Hringdu í síma 567-1818 eða skráðu þinn stuðning hér.

 

Kærleikskveðja,

Hafsteinn G. Einarsson, útvarpsstjóri.

 


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is