Haustfjáröflun
Vertu með í haustfjáröflun Lindarinnar. Hún hefst 10. október og lýkur 30. október. Á þeim tíma ætlum við að safna 3 milljónum króna. Við þurfum að láta enda ná saman með reksturinn auk þess sem við þurfum fjármuni til tölvu og tækjakaupa.
Smelltu á gula hnappinn “Stuðningur” hér fyrir ofan og skráðu þinn stuðning.
- hækkun mánaðarlegs stuðnings (mæta þannig verðbólguhækkun)
- 900-númer sem hægt er að hringja í og gefa (einfalt og þægilegt)
- rausnarlegar peningagjafir frá þeim sem það geta og finna löngun í hjarta sínu.
- valkröfur í heimabankann
Vitnisburðir
Það er mér einstakt ánægjuefni að geta sagt frá því að sunnudaginn 29. september hófum við myndbandsupptökur á vitnisburðum einstaklinga. Tveir komu í upptökur þann dag og tveir í viðbót koma 6. október. Verkefnið kallast Sagan mín og við stefnum á upptökur á allt að 100 vitnisburðum á næstu misserum.
Hver vitnisburður verður að jafnaði um 8 mín. að lengd og munum við auglýsa þá og koma þeim á framfæri á helstu samfélagsmiðlum. Við þurfum nefnilega að vera dugleg við að láta okkar samfélag vita hvað Guð er að gera í lífi fólks. Hnitmiðaðir vitnisburðir einstaklinga eru einkar vel til þess fallnir.
Ef þessir vitnisburðir ná til fólks, þá komast fleiri til trúar og þ.a.l. fjölgar í hópi hlustenda Lindarinnar.
Til að styðja okkur á þessari vegferð þá skorum við á þig að gefa rausnarlega til Lindarinnar í október. Hringdu í síma 567-1818 eða skráðu þinn stuðning hér.
Kærleikskveðja,
Hafsteinn G. Einarsson, útvarpsstjóri.