Af geitum og köttum

Jólageitin er komin á sinn stað á bílastæðinu fyrir framan IKEA, jólakötturinn á Lækjartorg og jólagjafaauglýsingar orðnar fyrirferðamiklar á síðum dagblaðanna. Sem sagt, allt eins og það á að vera. Eða hvað?

Á meðan aðventan er ánægjulegur tími fyrir flesta, þá er ljóst að það sem landsmenn gleðjast yfir á jólum er í hugum margra, ótengt þeirri staðreynd að Guð kom í heiminn sem barn í þeim tilgangi að bjarga okkur.

Continue Reading

Markmiðinu náð

Þær gleðifréttir færum við ykkur héðan úr Krókhálsinum að markmiðinu um 2,0 mkr í söfnuninni hefur verið náð …. og gott betur. Söfnunarupphæðin endaði í 2.5 mkr. undir lok október. Kærar þakkir til allra sem þátt tóku.

Nýi sendirinn er kominn til landsins og nú förum við í að setja hann upp í sendahúsinu á Vatnsenda.

Continue Reading

Haustfjármögnun

Lindin þarf nýjan sendi fyrir Vatnsenda. Sá gamli var orðinn 10 ára gamall og hefur verið tekin úr notkun. Í dag keyrum við að varasendi sem er einfaldlega ekki nógu öflugur. Við höfum augastað á 2.500 watta sendi sem myndi koma skilyrðum í gott horf á höfuðborgarsvæðinu. Við verðum því með sérstaka fjáröflun dagana 9.9 til 10.10 og ætlum að ná inn fyrir nýjum sendi.

Markmiðið er að ná inn 2 milljónum króna á þessum mánuði. Ég vil því biðla til hlustenda með þátttöku. Hringja í síma 567-1818 og leggja málinu lið. Saman náum við markmiðinu.

Continue Reading

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is