Bænagangan 25. apríl

Á sumardaginn fyrsta boðum við til bænagöngu, eins og við höfum gert í yfir tvo áratugi. Við hvetjum alla biðjandi menn og konur að taka þátt.  Hér sláum við þrennu; bæn, útivera og samfélag.

Eftir gönguna kl. 11:30, hittast hópar úr Reykjavík í Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi, í léttan hádegisverð og samfélag. Á landsbyggðinni fer það eftir hverjum stað fyrir sig, hvernig hittingum er háttað.

Hér eru yfirlit yfir gönguleggina; annars vegar höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggðin. Þetta eru .pdf-skjöl sem henta til útprentunar.

 

Jafnframt hvetjum við þá sem ekki eiga heimangengt að biðja heima hjá sér. Þannig erum við fjölmörg sameinuð í bæn á sama tíma, út um allt land.

Í Lúk. 10:1 segir að Drottinn „… sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað sem hann ætlaði sjálfur að koma til.“

Gleðilegt sumar!


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is