
Aðalfundur Alfa á Íslandi verður haldinn mánudagskvöldið 19. ágúst 2024. Allir velunnarar Alfa-námskeiðanna eru velkomnir, því ákveðið var að hafa þetta opinn fund.
- Við byrjum kl. 18:30 með léttu spjalli og hugmyndaflæði um Alfa-starfið í vetur og til framtíðar. Allar hugmyndir vel þegnar. Boðið verður upp á pizzu og gos, gegn frjálsum framlögum.
- Svo hefst aðalfundur Alfa kl. 20 og geta allir áhugasamir setið hann líka.
Áætlað er að kvöldinu ljúki um kl. 21, eða í allra síðasta lagi 21:30. Skráið ykkur til þátttöku hér: https://www.facebook.com/events/1021718652690804/
Staður: Kristniboðssambandið, Háaleitisbraut 58-60 í Reykjavík.