
Laugardaginn 1. mars verður 25 klukkustunda samvera í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu.
Bein útsending verður frá Gather25 sem er í raun stærsta “samkoma” allra tíma. Sent verður út frá Nýja Sjálandi, Indlandi, Malasíu, Rúmeníu, Rúanda, Englandi, Perú og Bandaríkjunum, frá kl. eitt eftir miðnætti þann 1. mars og til klukkan tvö eftir miðnætti þann 2. mars.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, Hátúni 2, verður því opin í 25 klst. samfleytt og getur fólk komið og farið að vild og tekið þátt í styttri eða lengri tíma. Þéer er boðið að koma og taka þátt í að horfa á streymi frá samkomunni, biðja saman, lofa Guð, tengjast og uppörvast í trúnni.
Nánari upplýsingar er að finna á Gather25.com
Allir hjartanlega velkomnir.