Kristin gildi, menning og arfleifð

Kæri hlustandi Lindarinnar.

Mig undar oft að heyra í þjóðfélagsumræðunni, þegar rætt er um stöðu íslensks samfélags, hvað lítið er gert úr kristnum gildum og kristinni arfleifð þjóðar okkar. Það er eins og fólk haldi að dugnaður okkar einn og sér hafi gert samfélagið eins ákjósanlegt og aðlaðandi og raun ber vitni. Þúsundir útlendinga sækjast eftir að flytja hingað og búa. En margir virðast ekki sjá hvað kristin trú hefur gert fyrir okkar menningu í gegnum aldirnar. Hún er í raun samofin okkar siðum og menningu.

Kíktu á myndina hér til hliðar. Sérðu eitthvað kristilegt á þessari mynd? Hvað stendur uppúr?

Continue Reading

Rúsínan í pylsuendanum

Stundum er talað um rúsínu í pylsuenda.

Haustfjáröflun okkar er formlega lokið en við höfum aðeins náð 2,1 mkr af 3,0 mkr markmiði. Við erum því komin með svokölluð 900-númer til að klára málið og loka þessari fjáröflun með stæl, þ.e. að ná 3 milljónum í heildina.

Viðbótin er því eins og rúsína í pylsuenda.

900-númerin hér til hliðar eru einföld í notkun. Það tekur aðeins um 15 sek að hringja.

 

Continue Reading

Tveir þriðju komnir

Söfnunarupphæðin í haustfjáröflun Lindarinnar er komin í 1,9 mkr af 3 mkr markmiði (63%).

Við þurfum fjármagn til að endurnýja tölvubúnað og tæki.  Við stefnum á að safna 3 milljónum króna. Smelltu á gula hnappinn “Stuðningur” hér fyrir ofan og skráðu þinn stuðning. Það sem við leggjum áherslu á í þessari fjáröflun er:

  • hækkun mánaðarlegs stuðnings (mæta þannig verðbólguhækkun)
  • 900-númer sem hægt er að hringja í og gefa (einfalt og þægilegt)
  • rausnarlegar peningagjafir frá þeim sem það geta og finna löngun í hjarta sínu.
  • valkröfur í heimabankann

Continue Reading

Ertu með miða?

Ég er sannfærður um að allt of oft reisum við veggi gagnvart því að vitna fyrir öðrum um trú okkar.

Við finnum okkur ástæðu til að grípa ekki tækifærið til að vitna fyrir ófrelsuðum. Ástæður eins og: „Fólk hefur ekki áhuga“ eða: „Af hverju ættu þau að hafa áhuga á að heyra minn vitnisburð?“, eða: „Þau hafa örugglega ekki áhuga á að heyra neitt um Guð, miðað við lífsstílinn sem þau viðhafa“ … og svo framvegis.

Continue Reading

Afmælismánuður

Við þökkum hlustendum fyrir skemmtilega afmælisviku og heimsókn til okkar í Opna Húsið, laugardaginn 9. mars. Söfnunin hefur gengið vel og erum við í dag (21. mars) komin upp í 6,1 mkr af 8 mkr markmiði, sem gerir 77%.

Frábært og kærar þakkir, elsku hlustendur !

Við höldum áfram út marsmánuð.

Hér er krækja inn á gjafalistann Gjöf-á-gjöf, sem er enn í fullu gildi og inniheldur nýtilegar og spennandi vörur.

Valkröfur eru komnar í heimabankann hjá fjölmörgum aðilum.  Markmiðið er að ná 8 mkr í afmælismánuðinum. Með þinni þátttöku getum við náð markmiðinu.

Continue Reading


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is