Kristin gildi, menning og arfleifð
Kæri hlustandi Lindarinnar.
Mig undar oft að heyra í þjóðfélagsumræðunni, þegar rætt er um stöðu íslensks samfélags, hvað lítið er gert úr kristnum gildum og kristinni arfleifð þjóðar okkar. Það er eins og fólk haldi að dugnaður okkar einn og sér hafi gert samfélagið eins ákjósanlegt og aðlaðandi og raun ber vitni. Þúsundir útlendinga sækjast eftir að flytja hingað og búa. En margir virðast ekki sjá hvað kristin trú hefur gert fyrir okkar menningu í gegnum aldirnar. Hún er í raun samofin okkar siðum og menningu.
Kíktu á myndina hér til hliðar. Sérðu eitthvað kristilegt á þessari mynd? Hvað stendur uppúr?