Author Archive

Samkirkjuleg bænavika 2019

Nú stendur yfir alþjóðleg bænavika með dagskrá í kirkjum landsins alla þessa 8 daga.

Efni Alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar kemur að þessu sinni frá kirkjum í Indónesíu: RÉTTLÆTINU EINU SKALT ÞÚ FRAMFYLGJA (5Mós 16.20)

Þessi bænavika verður haldin dagana 18.-25. janúar og er dagskrá hennar, bæði á Akureyri og í Reykjavík að finna hér.

Continue Reading

Viðgerð lokið

Uppfært föstudaginn 18. janúar, kl. 19.

Viðgerð er lokið á Vatnsenda og útsendingar Lindarinnar á FM 102,9 eru aftur komnar í gang.

 

Mánudagur, 14. janúar, kl. 13:30

Sendir Lindarinnar á Vatnsenda tók upp á því að valda óásættanlegum truflunum og urðum við að taka hann niður. Útsending Lindarinnar á höfuðborgarsvæðinu liggur því niðri.

 

Continue Reading

Bænavika

Kæru hlustendur.

Hin árlega bænavika Lindarinnar er dagana 7.-13. janúar. Frá kl. 7 til 19, alla þessa daga, verða stuttar bænir lesnar í útsendingu af og til, þar sem beðið er fyrir hinum ýmsu málefnum samfélagsins.  Það er gott að leggja nýja árið fram í bæn og ryðja þannig brautina fyrir vilja Drottins á nýju ári.

Taktu þátt með því að gera janúar að bænamánuði í þínu lífi.

 

Continue Reading

Tilboð sem þú getur ekki hafnað

Við kunnum að meta freistandi tilboð, ekki satt?  Nóg hefur verið af þeim undanfarið í kringum “svartan fössara”, “rafrænan mánudag” og aðrar herferðir í fjölmiðlum.  Segja má að þetta kallist á við stóru hátíðina sem er í vændum núna í desember; fæðingarhátíð frelsarans.

Á þeirri hátíð erum við minnt á Tilboð lífsins; tilboðið sem engin verslun getur toppað. „Vöruna“ sem kostar ekki krónu og felur m.a. í sér fyrirgefningu synda og eilíft líf.

Continue Reading

Lykilorð 2017

Lykilorð eru gefin út á u.þ.b. 50 tungumálum. Þau eru lesin í fjölmörgum löndum og tengja saman fólk úr ólíkum menningarheimum og frá mismunandi kirkjudeildum.  Á hverju ári gefur lifsmotun.is. út Lykilorð á íslensku og fæst bókin í mörgum bókaverslunum, einnig hjá okkur á Lindinni.

Continue Reading

Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is