Afmælismánuður

Nú þegar komið er undir lok marsmánaðar er söfnunarupphæðin komin í 5,1 mkr. Markmiðið var 8 mkr þannig að ljóst er að við náum því ekki. En við þökkum ykkur öllum fyrir rausnalega þátttöku, engu að síður. Þessi 5,1 milljón króna kemur sér heldur betur vel til að halda við rekstrinum.

Enn er nóg til á gjafalistanum sem hægt er að skoða hér …. gjafalistinn.  Finndu þér vöru eða þjónustu sem hentar og vertu í bandi í síma 567-1818.

Continue Reading

Tilboð sem þú getur ekki hafnað

Við kunnum að meta freistandi tilboð, ekki satt?  Nóg hefur verið af þeim undanfarið í kringum “svartan fössara”, “rafrænan mánudag” og aðrar herferðir í fjölmiðlum.  Segja má að þetta kallist á við stóru hátíðina sem er í vændum núna í desember; fæðingarhátíð frelsarans.

Á þeirri hátíð erum við minnt á Tilboð lífsins; tilboðið sem engin verslun getur toppað. „Vöruna“ sem kostar ekki krónu og felur m.a. í sér fyrirgefningu synda og eilíft líf.

Continue Reading


    Lindin mín

    App Lindarinnar hefur fengið frábærar viðtökur. Það er notað 1.100 sinnum að meðaltali í hverjum mánuði. Svo hlusta margir á dagskrá Lindarinnar í beinni í gegnum appið.

    Smelltu á myndina að ofan til að eignast þína eigin Lind.

    Lindin, kristið útvarp │ Krókhálsi 4 │ 110 Reykjavík │ kt. 691194-2729 │ S: 567-1818 │ lindin@lindin.is